Hafró neitar að endurskoða áhættumat um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi

Hafrannsóknarstofnun neitar ađ endurskoða áhættumat sem stofnunin vann vegna mögulegs fiskeldis í Ísafjarðardjúpi, en nokkur fiskeldisfyrirtæki höfðu hug á að koma þar upp starfsemi. Forsaga málsins er sú að matið sem Hafró vann hafði hvergi verið framkvæmt í heiminum áður og því byggði matið ekki á vísindalegum grunni. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir í aðsendri grein á vef Bæjarins besta að nú neiti stofnunin að endurskoða matið þrátt fyrir óskir þar um. Hann segir í greininni að það sé engu líkara en að stofnunin sé með háttarlagi sínu í pólitískri vegferð “ Ljóst er að miklir hagsmunir eru undir fyrir Vestfirðinga, fiskeldisfyrirtækin og þjóðina alla. Flest erum við sammála um að rétt sé að fara varlega. En þegar að stofnun er falið veigamikið hlutverk í þessari uppbyggingu, er þá ekki hægt að gera þær kröfur að hún vandi til vinnubragða og hjálpi til við að leita leiða til að koma að atvinnuuppbyggingu sem getur skipt sköpum fyrir þúsundir íbúa. Er það til of mikils ætlast að stofnunin reyni að hugsa í lausnum í stað þess að neita að endurskoða umrætt áhættumat vegna þess að hún er í pólitískri vegferð vegna lagasetningar um fiskeldi. Það hefði verið auðvelt fyrir stofnunina að gefa út nokkrar sviðsmyndir með þeim skilyrðum sem þeir telja vænleg. Þegar að stofnunin fer fram með þessum hætti og svona óvönduðum vinnubrögðum er útilokað að fela stofnuinni jafn mikla ábyrgð og gert er ráð fyrir í því lagafrumvarpi sem nú liggur fyrir.„,segir Daníel.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila