Hagkerfin keyrð áfram á bólum og nú á skuldabréfabólunni

johannesbjornJóhannes Björn Lúðvíksson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir segir að stærsti gallinn við hagkerfi heimsins sé sá að kerfin séu keyrð áfram á bólum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Jóhannes sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni rifjaði upp í þættinum hvernig hagkerfin hafa verið keyrð áfram í gegnum tíðina „ fyrst er það tæknibólan í kringum árið 2000 og hún springur, síðan kemur fasteignabólan og hún springur og núna erum við með skuldabréfabóluna og hún er stærsta bóla allra tíma„,segir Jóhannes. Hann segir allar líkur benda til þess að skuldabréfabólan muni einnig springa og þá með verri afleiðingum en síðasta hrun “ ég held að þetta verði miklu verra en árið 2008, þeir halda þessu gangandi svo ofboðslega lengi„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila