Hagsmunaöfl koma í veg fyrir góðar hugmyndir sem passa ekki inn í rammann

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Framfarafélagið sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hleypti af stokkunum í vor er vettvangur fyrir þá sem vilja koma með hugmyndir sem ekki myndu fá hljómgrunn annars staðar vegna andstöðu ákveðinna hagsmunaafla í samfélaginu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur segir að hann hafi reynt að koma slíkri hugmyndavinnu á laggirnar innan Framsóknarflokksins þar sem margar ágætar hugmyndir hafi komið fram “ stórum hugmyndum og róttækum mörgum hverjum en það gerist ekki nema menn leyfi sér að fara út fyrir þennan ramma sem búið er að setja utan um alla þjóðfélagsumræðu, ákveðin hagsmunaöfl eru mjög sterk og það eru ekkert endilega þau hagsmunaöfl sem menn hafa haft áhyggjur af að undanförnu„,segir Sigmundur.

Athugasemdir

athugasemdir