Halda fyrirlestur um áhrif ferðamennsku á samfélagið

geysir4Mannfræðingafélag Íslands í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands stendur fyrir fyrirlestri næstkomandi miðvikudag um áhrif ferðamennsku á íslenskt samfélag. Meðal þeirra sem flytja erindi er Dr. Gunnar Þór Jóhannesson prófessor í ferðamálafræði en erindi hans ber yfirskriftina „ Ísland samfélag ferðamanna: um áhrif ferðamennsku á samfélag og menningu.„. Fram kemur í tilkynningu að fyrirlesturinn fari fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og hefjist kl. 12. Þá kemur fram að allir séu velkomnir og að aðgangur sé ókeypis.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila