Halda jólajazz guðsþjónustu í Breiðholtskirkju

breidholtskirkja-2Þriðja sunnudag í aðventu, þann 11. desember, verður boðið upp óhefðbundna jóla -tónlistarguðsþjónustu með jazz- ívafi í Breiðholtskirkju. Hefst guðsþjónustan kl.11.00.Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, predikar og leikur á saxófón ásamt Þorgrími Þorsteinssyni á gítar og Ingva Rafni  Björgvinssyni á bassa. Sr.Þórhallur Heimisson sóknarprestur Breiðholtskirkju leiðir stundina.Á dagskránni verða meðal annars þekkt jólalög í bland við hefðbundna sálma kirkjunnar – í jazz stíl. Á sama tíma fer fram sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila