Halda málþing um aðlögun á vinnumarkaði og starfsgetumat

Málþing um aðlögun á vinnumarkaði og starfsgetumat verður haldið á Hótel Reykavík Natura við Nauthólsvík á morgun 13.október á milli klukkan 13:00 – 15:00.. Málþingið er haldið að frumkvæði Öryrkjabandalags Íslands en aðalfyrirlesari málþingsins verður Anna Lawson lagaprófessor og sérfræðingur í viðeigandi aðlögun, en hún mun jafnframt svara spurningum gesta í lok málþingsins. Þá munu Ellen Calmon formaður ÖBÍ og Halldór Sævar Guðbergsson einnig flytja erindi. Dagskrána má sjá hér að neðan.

 

 

  • Opnunar ávarp – Ellen Calmon, formaður ÖBÍ.
  • Anna Lawson flytur erindi um viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði.
  • Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi fyrir blinda og sjónskerta og varaformaður ÖBÍ, flytur erindi um stöðu mála á Íslandi, meðal annars út frá eigin reynslu.
  • Anna Lawson svarar spurningum fundargesta.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila