Halda opinn fund í Norræna húsinu um þingkosningarnar á Grænlandi

Rannsóknarsetur um norðurslóðir og norðurlönd mun á morgun halda opinn fund um komandi þingkosningar á Grænlandi sem fara fram þann 24.apríl næstkomandi. Á fundinum verður meðal annars fjallað um hvað kosningabaráttan snýst um þar í landi og mikilvægi þeirra fyrir komandi kynslóðir á Grænlandi. Meðal þeirra sem halda framsögu á fundinum eru Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi þingmaður, Damien Degeorges blaðamaður sem fylgst hefur með þróun mála á Grænlandi í um 15 ár og Tukumminnguaq Nykjær Olsen meistaranemi í Vestnorrænum fræðum. Eins og fyrr segir er fundurinn opinn öllum og hefst kl.12:00.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila