Halda opinn fund um breytingar í alþjóðakerfinu

Alþjóðamálastofnun í samvinnu við samtökin Norðurlönd í fókus munu á morgun 2.nóvember standa fyrir opnum hádegisfundi í Norræna húsinu þar sem rætt verður um viðbrögð Norðurlandanna við breytingum í alþjóðakerfinu og þeim áskorunum sem breytingunum fylgja. Í tilkynningu segir meðal annars “ Norðurlöndin standa frammi fyrir nýjum og krefjandi áskorunum í alþjóðakerfinu. Hvernig geta þau haft áhrif á alþjóðavettvangi, hvernig eru tengsl þeirra við stórveldin og alþjóðastofnanir, og hversu mikilvæg er norræn samvinna í dag? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem velt er upp í nýrri samanburðarrannsókn á þróun utanríkisstefnu Norðurlandanna fimm. Norska alþjóðamálastofnunin, NUPI, leiddi rannsóknina en alþjóðamálastofnanir frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt í verkefninu“. Fundurinn verður sem fyrr segir haldinn í Norræna húsinu á milli klukkan 12:00 og 13:00 og fer hann fram á ensku. Allir eru velkomnir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila