Halda ráðstefnu um bætta velferð ungs fólks

norraenahusidVinnumálastofnun og Nordens välfärdscenter halda ráðstefnu í Norræna húsinu 27. október nk. þar sem fjallað verður um niðurstöður norræns samstarfsverkefnis sem snéri að virkni ungs fólks, andlegri heilsu og þátttöku þess í atvinnulífinu.
Norræna samstarfsverkefnið undir stjórn Nordens välfärdscenter hófst í byrjun árs 2014. Sjónum var sérstaklega beint að aðstæðum ungs fólks á aldrinum 16–29 ára og mikilvægi þess að virkja það til þátttöku á vinnumarkaði eða til náms, meðal annars með tilliti til andlegrar heilsu. Markmið verkefnisins var að setja fram skýrar niðurstöður og tillögur um hvað samfélögin á Norðurlöndunum þurfa að gera til að bæta velferð ungra Norðurlandabúa. Eins og fyrr segir verður málþingið haldið þann 27. október  í Norræna húsinu hefst með léttum hádegisverði í boði aðstandenda samstarfsverkefnisins kl. 11:30.
Fundarstjóri er Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri atvinnumála í Hinu Húsinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila