Halldór segist ekkert hafa vitað af tilvist Nýs afls

halldorgunnarsson25oktHalldór Gunnarsson frambjóðandi Flokks fólksins í Suðurkjördæmi segist ekki hafa vitað af því að Nýtt afl væri stjórnmálaflokkur sem væri til þegar hann bauð Íslensku þjóðfylkingunni til samninga um þriggja flokka framboð. Halldór sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur ritaði samninginn sem hljóðaði upp á samstarf þriggja flok, Íslensku þjóðfylkingarinnar, Flokks fólksins, og Nýs afls, sem myndu svo að loknum kosningum skipta á milli sín fé úr ríkissjóði næðu þeir kjöri. Í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við Halldór í síðdegisútvarpinu í dag segist hann ekki hafa vitað um tilvist stjórnmálaflokksins Nýs afls þrátt fyrir að einn stofnenda flokksins sé Jón Magnússon góður vinur Halldórs, heldur hafi hann verið að vísa til nýs stjórnmálaafls sem gæti komið fram og boðið fram með flokkunum tveimur „af því ég vildi ekki kynna það fyrir Þjóðfylkingunni á fyrsta stigi, ég segi þér alveg satt að þetta nafn af einhverjum ástæðum kom upp í hausinn á mér, ég hafði heyrt þetta einhvers staðar og ég vissi ekkert um það„segir Halldór.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila