Handtóku á annað hundrað manns í aðgerðum gegn mansali

Hundrað og sjö einstaklingar voru handteknir í samræmdum aðgerðum lögregluyfirvalda gegn mansali víða í Evrópu. Þá voru um 900 fórnarlömbum mansals bjargað í sömu lögregluaðgerðum, en talið er að þau hafi verið seld í kynlífsþrælkun af hálfu skipulagðra glæpahópa. Aðgerðunum var stjórnað frá Austurríki og stóðu þær yfir um vikutíma. Aðgerðirnar voru afar umfangsmiklar. en meðal þess var bakgrunnur rúmlega 126.000 einstaklinga kannaður og þá voru hátt í 7.000 ökutæki stöðvuð í þágu aðgerðanna. Smelltu hér til þess að sjá umfjöllun Europol um aðgerðirnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila