Harmar niðurstöðu Hæstaréttar

ellencalmonEllen Calmon formaður ÖBÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Hæstaréttar í máli Salbjargar Atladóttur, fatlaðrar konu sem höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg vegna synjunar borgaryfirvalda á beiðni hennar um beingreiðslu svo hún gæti staðið straum af kostnaði sólarhrings heimaþjónustu. Í yfirlýsingu Ellenar minnir hún meðal annars á að samningur Sameinuðu þjóðanna hafi á dögunum verið fullgiltur hér á landi “  Aðildarríki samningsins eru skuldbundin til þess að grípa til árangursríkra og viðeigandi ráðstafana til þess að fatlað fólk geti nýtt sér rétt sinn samkvæmt greininni. Ég harma því niðurstöðu Hæstaréttar frá því gær í máli Salbjargar, sem gerði þá sjálfsögðu kröfu að fá að velja sér búsetustað og gerði einnig þá kröfu að tryggja sitt einkalíf eins og aðrir„,segir í yfirlýsingunni. Þá hvetur Ellen þingið til þess að grípa til aðgerða „ Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar og aðildar Íslands að samningnum verður Alþingi að grípa til tafarlausra ráðstafana til þess að sjálfsagður réttur fatlaðs fólks verði að veruleika„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila