Hátíðardagskrá á Dalvík á degi íslenskrar tungu

Mennta og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir viðamikilli hátíðardagskrá 16.nóvember næstkomandi á Dalvík en dagurinn sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar er jafnframt dagur íslenskrar tungu. Hátíðin fer fram í menningarhúsinu Bergi á Dalvík og verða þar fjölmörg atriði á dagskrá sem tengjast íslenskri tungu og þá verða að vanda verðlaun Jónasar Hallgrímssonar veitt og mun Kristján Þór Júlíusson afhenda verðlaunin. Þá mun kirkjukór Dalvíkurkirkju flytja tónlistaratriði og þá munu sigurvegarar úr Stóru upplestrarkeppninni standa fyrir upplestri úr íslenskum bókmenntaverkum. Dagskrá hátíðarinnar hefst kl.15:00 og eru allir að sjálfsögðu velkomnir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila