Hátíðarstemning í Rússlandi

Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu.

Mikil hátíðarstemning ríkir í Rússlandi vegna heimsmeistarakeppninar í Knattspyrnu sem þar fer fram.

Haukur Hauksson sem var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur í dag segir að líkja megi stemningunni við þjóðhátíðarstemningu, ekki síst þar sem Rússar eru öruggir áfram í keppninni.
Íslenska liðinu hefur verið afar vel tekið í Rússlandi og ljóst að vinsældir liðsins nær langt út fyrir landsteina Íslands og má sjá víða íslenska fána á börum og öðrum stöðum sem opnir eru almenningi. Eins og kunnugt mun íslenska liðið mæta Króatíu á morgun en þjálfari liðsins hefur tilkynnt að Jóhann Berg Guðmundsson verði meðal leikmanna á morgun en hann hefur verið jafna sig af meiðslum undanfarna daga.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila