Haukur Guðmundsson segir frá upphafi rannsóknarinnar á Geirfinnsmálinu

Haukur Guðmundsson fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður.

Viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur við Hauk Guðmundsson fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns þar sem hann greinir frá upphafi rannsóknarinnar á Geirfinnsmálinu verður endurflutt á Útvarpi Sögu á morgun, sunnudag kl.14:00. Í viðtalinu sem er frá 27.febrúar 2017 greinir Haukur frá sem fyrr segir frá fyrstu stigum rannsóknar málsins, en í viðtalinu kemur meðal annars fram að fyrsti sólarhringurinn frá hvarfi Geirfinns hafi verið lítið sem ekkert rannsakaður. Þá kemur einnig fram í viðtalinu að ekki rannsakakað hvaða erindi ungur stúdent átti á heimili Geirfinns þá nótt sem hann hvarf, en ungi maðurinn var þar alla nóttina en síðar flutti hann erlendis og hefur búið þar síðan og tekið upp nýtt nafn. Þátturinn verður endurfluttur á sunnudag sem fyrr segir kl.14:00. Einnig er hægt að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila