Hefðbundnu vinnulagi ekki fylgt þegar kæra barst í kynferðisbrotamáli

Á blaðamannafundi sem lögregla hélt í gær vegna innanhússkönnunar lögreglu á handvömm í kynferðisbrotamáli starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur kom fram að hefðbundnu vinnulagi hafi ekki verið fylgt þegar kæran barst til lögreglu. Þá kom einnig fram að röð mannlegra mistaka hafi orðið til þess að málið fór ekki í þann farveg sem slík mál eigi að fara, og að engin eftirfylgni hafi verið með málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði á blaðamannafundinum að þrátt fyrir þetta sæí lögregla engin merki um að lög hafi verið brotin hvað meðferð málsins varðaði, og neitaði því að einhver yrði látinn sæta ábyrgð vegna málsins, heldur væri stefnan að bæta starfsemina með því að fjölga starfsmönnum og fara í skipulagsbreytingar. Hér fyrir neðan má smella á hlekk til þess að skoða skýrsluna.

Greiningarskýrslan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila