Hefur ekki trú á að meirihlutinn taki á aðkallandi málum

Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur ekki líklegt að nýr borgarmeirihluti komi til með að taka á þeim málum sem borgarbúar telji að brýnt að tekið verði á.

Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Eyþórs í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Nefnir Eyþór svifryksmengunina í borginni sem dæmi um mál sem hann telji að meirihlutinn muni ekki takast á við með viðeigandi hætti „auðvitað vona ég að það gangi vel hjá nýju nefndinni sem á að taka á þessu en ég óttast að það verði bara ekkert tekið á því“, segir Eyþór. Hvað húsnæðismálin í borginni varðar sagði Eyþór að stefna nýs meirihluta þýði bara eitt „það verður bara byggt annars staðar og fólk flytur þangað, þessi húsnæðisvandi sem kom upp á þeirra vakt er einfaldlega til kominn af því lóðum á hagkvæmum stöðum var ekki úthlutað“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila