Hefur mestar áhyggjur af afdrifum ungra sauðfjárbænda

Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna.

Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af afdrifum ungra sauðfjárbænda vegna þeirrar stöðu sem sauðfjárræktin er komin í. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur þingmanns Vinstru grænna í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Lilja bendir á að flest bendi til þess að margir ungir sauðfjárbændur íhugi nú að bregða búi og það sé mikið áhyggjuefni “ þetta unga fólk er fólkið sem mótar framtíð greinarinnar, þetta snýst um framtíð sauðfjárræktarinnar,„segir Lilja. Þá segir Lilja töllögur ráðherra til úrbóta vegna vanda sauðfjárbænda ekki ganga nógu langt “ það er ekki tekið heildstætt á vandanum þó það sé margt ágætt í þessum tillögum„,segir Lilja.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila