Heilbrigðisráðherra opnaði blóðskimunarsetur

Óttar klippti á borðann við opnun setursins.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra tók í gær þátt í formlegri opnun Blóðskimunarseturs, miðstöðvar rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar . Rannsóknin miðar að því að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis til að bæta líf þeirra sem greinast og leita jafnframt lækninga við sjúkómnum.

Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands og er Blóðskimunarsetrið staðsett í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum leiðir rannsóknarhóp verkefnsisins sem fer með framkvæmdina. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er verndari verkefnisins.
Nú þegar hafa um 75.000 manns skráð sig til þátttöku í rannsókninni sem er meira en helmingur þeirra sem rannsókninni er ætlað að ná til.Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra flutti stutt ávarp við opnun setursins og klippti á borða til marks um formlega opnun þess ásamt Sigurði Yngva Kristinssyni. Ráðherra sagði í ávarpi sínu ánægjulegt hvernig þetta þjóðarátak gegn mergæxlum dragi saman nokkra af þeim þráðum sem séu svo mikilvægir fyrir landsmenn sem samfélag

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila