Heilbrigðisþjónusta rekin í heilsuspillandi myglubælum

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Íslendingar þurfa sem þjóð að fara að velta því fyrir sér hvort hún efni á því að reka sjálfstætt þjóðríki á þeim grundvelli sem velferðarkerfið er rekið á í dag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur bendir á að það sé ótækt að heilbrigðisþjónustan sé með þeim hætti eins og hún sé í dag “að það sé ekki verið að reka hér sjúkrahús í einhverjum myglubælum, heilsuspillandi myglubælum, og að það sé hér almennilega búið hér að sjúklingum og starfsfólki hér í heilbrigðisþjónustunni, og númer tvö að þá er það þannig eins og menn þekkja að það er hér alvarlegur skortur á húsnæði fyrir eldra fólk og ein birtingarmynd þess er sú að hér liggur eldra fólk í stórum stíl inni á sjúkrastofnunum sem á ekkert að vera á sjúkrastofnunum“,segir Ólafur.

Athugasemdir

athugasemdir