Heilbrigðisyfirvöld úr takti við tímann

Steingrímur Ari Arason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.

Einn helsti veikleiki heilbrigðiskerfisins er skilningsleysi yfirvalda á nútímalegri heilbrigðisþjónustu sem miðar að þörfum notenda þjónustunnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Steingríms Ara Arasonar forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.
Hann segir yfirvöld hins vegar hafa tilhneigingu til að hanna heilbrigðiskerfið út frá þjónustuveitendum og afleiðingarnar geti orðið alvarlegar “í stað tvöfalds kerfis sem miðar að þjónustu við notendur verður til tvöfalt ferfi sem þjónar hagsmunum þjónustuveitenda og það er grafalvarlegt mál”, segir Steingrímur Ari.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan, Steingrímur og Pétur ræða málin á 28. mínútu.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila