Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins falið að leiða faglega þróun

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um heilsugæslustöðvar sem felur í sér að Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er falið að leiða faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu. Í breytingunni felst meðal annars að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sjái um og beri ábyrgð á að samræma verklag og samhæfingu milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, annast gæðaþróun og stuðla að framþróun í heilsugæslu, í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar. til hagsbóta fyrir notendur þjónustunnar. Í því felst að verklag verði skýrara og einfaldara.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila