Heimilt að flagga fána ISIS í Svíþjóð

isisflagSænskir dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að flagga fána ISIS í Svíþjóð. Dómstólar komust að þessari niðurstöðu í máli þar sem sænskir ríkisborgarar voru ákærðir fyrir að hafa notað fána ISIS í prófílmynd á fésbókarsíðu sinni. Í rökstuðningi dómsins segir að ekki sé hægt að meina notkun fánans opinberlega þar sem honum sé ekki beint gagnvart neinum sérstökum kynþætti heldur öllum öðrum en þeim sem tilheyra ISIS. Samkvæmt niðurstöðu dómsins er því heimilt að flagga fána ISIS hvort sem er á persónulegum fésbókarsíðum eða annars staðar á opinberum vettvangi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila