Heimsfréttirnar: Yfirvöld í Svíþjóð afneita aukinni glæpatíðni

Yfirvöld í Svíþjóð afneita síaukinni glæpatíðni í landinu og vandamálum sem fylgt hefur auknum innflutningi fólks. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í Stokkhólmi í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Gústaf bendir á að sem dæmi hafi nauðgunum fjölgað gífurlega á undanförnum árum og þrátt fyrir að skýrslur t,d skýrslur frá Sameinuðu þjóðunum sýni fram á aukna glæpatíðni skelli yfirvöld skollaeyrum við þeim staðreyndum “ þeir halda því fram að hér sé allt í fínu lagi, hér séu ekki nein no go zone svæði eða neitt slíkt, þrátt fyrir að lögreglan hafi ítrekað bent á að hún eigi erfitt með að ráða við það ástand sem ríkir„,segir Gústaf. Þá segir Gústaf að dæmi séu um að hið opinbera hlífi glæpamönnum “ þeir fá jafnvel nýtt nafn, nýja kennitölu og fleira slíkt„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila