Heimsmálin: Breytt landslag í sænskum stjórnmálum

Sænska þinghúsið.

Breytt landslag blasir við í sænskum stjórnmálum og funda flokkarnir stíft um framhaldið eftir niðurstöðu kosninganna í Svíþjóð sem fram fóru í gær. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag, en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Gústaf greindi í þættinum meðal annars frá ræðu Stefans Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar sem sakaði Svíþjóðardemókrata meðal annars um að eiga uppruna sinn í nasisma án frekari rökstuðnings. Þá fjallaði Gústaf einnig um sérkennilegt útspil Sænska sjónvarpsins gegn Svíþjóðardemókrötum í þætti þar sem lokakappræður flokkanna fóru fram. Hlusta má á viðtalið við Gústaf hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila