Heimsmálin: Hafa áhyggjur af samstöðuleysi ríkja í baráttunni gegn hryðjuverkum

Sergey Laxrov utanríkisráðherra Rússlands.

Rússnesk stjórnvöld hafa talsverðar áhyggjur af samstöðuleysi ríkja heims í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sem haldinn var í morgun en Haukur Hauksson fréttamaður sem var á staðnum greindi frá helstu atriðum fundarins í þættinum Heimsfréttir fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en Pétur Gunnlaugsson ræddi við Hauk. Haukur segir rússa leggja mikla áherslu á að þjóðir sýni samstöðu í baráttunni enda hafi mikið áunnist, ekki síst vegna aðkomu rússa, það hafi truflandi áhrif á baráttuna og skemmi fyrir ef samstaðan sé ekki nægileg. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila