Heimsmálin: Ítalir bregðast við evruhruni með nýjum gjaldmiðli

Áform eru uppi um að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp á Ítalíu sem er ætlað vera nokkurs konar öryggisventill ef evran heldur áfram að falla. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur segir að ef vel takist til hjá ítölum með hina nýju mynt sé viðbúið að fleiri lönd sem hafi tekið upp evru fari sömu leið “ til dæmis gætu lönd eins og Grikkland farið þessa sömu leið„,segir Guðmundur. Þá ræddi Guðmundur um Brexit málið en hann segir ekki líklegt að bretland gangi úr Evrópusambandinu með samning. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila