Heimsmálin: Macron telur sig vera vonarstjörnu Evrópusambandsins

Emanuel Macron.

Emanuel Macron forseti Frakklands telur sig vera vonarstjörnu ESB og reynir nú að róa öllum árum að því að fegra ímynd sína, meðal annars með dreifibréfum sem hann sendir til annara Evrópulanda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur segir að Macron flaggi þó ekki öllum spilum ” það eru auðvitað mótmæli í Frakklandi og hafa verið í marga mánuði en hann minnist auðvitað ekkert á það“,segir Guðmundur. Þá segir Guðmundur bréfaskrif forsetans hafa vakið upp umræðu um hvað vaki fyrir honum ” hann heldur það virkilega að hann sé búinn að taka við kyndlinum af Angelu Merkel, að hann sé fyrirheitna vonarstjarnan í evrópupólitíkinni“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila