Héldu mótmælafund gegn aðgerðarleysi yfirvalda vegna ofbeldis í Malmö

polisswedenUm 800 íbúar Malmö mótmæltu í þögn morði á 24 ára tannlækni sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt s.l. fimmtudagskvöld. Íbúar Malmö hafa fyrir löngu fengið nág af því ástandi sem, skapast hefur í borginni og benda á að ofbeldið aukist stöðugt án þess að nokkur viðbrögð verði af hálfu yfirvalda. Þá verður sá hópur sem hefur fengið nóg af ástandinu sífellt stærri og krefst aðgerða til að stöðva ofbeldið. Einn þáttakandinn Jama segir að ofbeldið hafi fengið að viðgangast allt of lengi, þá séu allt of margir vandræðaunglingar í Malmö og allt of margir hafa orðið fórnarlömb ofbeldisins „ ekkert verður lagað þegar lögreglan gegni ekki skyldum sínum í borginni.“segir Jama.

Athugasemdir

athugasemdir