Helgi Vilhjálmsson valin maður ársins 2017 á Útvarpi Sögu

Helgi Vilhjálmsson í Góu er maður ársins 2017 á Útvarpi Sögu.

Helgi Vilhjálmsson í Góu var í dag valinn maður ársins 2017 á Útvarpi Sögu. Helgi hefur látið málefni lífeyrisþega til sín taka um langt árabil og þá hefur Helgi sömuleiðis stigið fram af fullum þunga til þess að að standa vörð um hagsmuni þeirra sem lökustu kjörin hafa. . Helgi hefur lengi verið áberandi þátttakandi í atvinnulífinu en hann hefur byggt upp og rekið sælgætisverksmiðjuna Góu af miklum myndarskap frá árinu 1968, sem í dag er næst stærsti sælgætisframleiðandi landsins.

 

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila