Héraðssaksóknari rannsakar háttsemi lögreglumanns

logreglustodHéraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á meintu broti Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í starfi. Málið snýr að aðkomu Öldu að rannsókn í máli á hendur lögreglumanni en henni er gefið að sök að hafa misbeitt valdi sínu við rannsókn málsins. Alda sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í dag en í henni hafnar hún umræddum ásökunum alfarið en hún segir meðal annars í yfirlýsingunni “ Ég vísa alfarið á bug þeim ásökunum sem eru tilefni rannsóknarinnar. Sú aðkoma sem ég hafði að umræddu máli féll undir starfsskyldur mínar í mínu fyrra starfi. Rannsóknir á ætluðum brotum lögreglumanna í starfi voru á þessum tíma, lögum samkvæmt, á forræði Ríkissaksóknara og það var einnig í þessu máli. Embætti Ríkissaksóknara óskaði eftir aðstoð embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum við meðferð málsins og það voru lögreglumenn þess embættis sem önnuðust rannsóknina. Ég kom eingöngu að umræddu máli sem löglærður fulltrúi. Rannsókn málsins leiddi til þess að embætti Ríkissaksóknara höfðaði sakamál á hendur lögreglumanninum sem lauk með því að Hæstiréttur Íslands sakfelldi hann fyrir brot í starfi„. Samkvæmt upplýsingum hefur Öldu verið vikið frá störfum á meðan rannsókn málsins stendur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila