Herða reglur um köfun í Silfru í kjölfar tíðra banaslysa

Á fundi umhverfisráðherra, þjóðgarðasvarðar og samgöngustofu í morgun var ákveðið að reglur um köfun í Silfru á Þingvöllum yrðu hertar til muna í kjölfar tíðra banaslysa, en síðast í gær lést karlmaður á sjötugsaldri við köfun á svæðinu. Breytingarnar sem gerðar verða á regluverkinu snúa bæði að búnaði, aðstöðu og köfurunum sjálfum. Þá verða gerðar auknar kröfur hvað varðar líkamlegt ástand þeirra sem hyggjast kafa í Silfru. Næsta skref til þess að innleiða hertari reglur er að ræða við þá aðila sem gert hafa út köfunarferðir á svæðinu en þar til rætt hefur verið við alla hagsmunaaðila verður svæðið lokað og öll köfun bönnuð.

Athugasemdir

athugasemdir