Hertar reglur í Bandaríkjunum með innfluttum sjávarafurðum hafa áhrif hérlendis

Bandarísk yfirvöld hafa hert reglur með innflutningi sjávarafurða, en nýju reglurnar miða að því að veita sjávarspendýrum aukna vernd í náttúrulegum heimkynnum sínum. Í reglunum felst sú nýbreytni að bannað verður að flytja inn sjávarafurðir sem veiddar eru með veiðarfærum sem geta valdið því að spendýr lokist í þeim og drukkni eða geti slasast alvarlega. Ljóst er að nýju reglurnar munu hafa talsverð áhrif á íslenska fiskútflytjendur, enda komi það stundum fyrir að selir og hvalir festist í netum íslenskra báta og skipa. Þá geta reglurnar einnig náð til þess afla sem kemur úr fiskeldiskvíum enda sé alltaf hætta á að selir sem sæki í fiskinn sem í kvíunum er flækist og drukkni.

Reglum breytt í kjölfar dómsmáls

Reglurnar eru til komnar vegna niðurstöðu dómsmáls sem þrjú samtök á sviði náttúruverndar höfðuðu gagnvart bandarískum yfirvöldum í þeim tilgangi á fá skorið úr um hvort yfirvöldum bæri að sjá til þess að lögum um verndun sjávarspendýra væri fylgt í einu og öllu, meðal annars með tilliti til veiðiaðferða. Dómsmálinu lauk með sátt sem kvað á um að nýjar reglur yrðu settar sem myndi skera úr um öll tvímæli og eins og fyrr segir hafa þær reglur nú verið settar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila