Hildur gerir upp kosningabaráttuna: „Leið eins og ég væri holdsveik“

hildurthordar1Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands segir í aðdraganda kosninganna hafi hún upplifað sig sem einangraða og oft erfitt hafi verið að fá fólk til þess að ljá baráttunni lið þar sem það vildi ekki fá á sig stimpla. Hildur sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni ræddi meðal annars um baráttuna um Bessastaði “ það eru menn sem stunda það að reyna að koma að skömm hjá manni, fyrst opna þeir allar varnirnar og svo koma þeir með eitthvað skot og þá situr þú eftir og finnst þú alveg rosalega skítug, ég upplifði það svo mikið í baráttunni að mér fannst ég vera holdsveik á tímabili, ég sendi vinum mínum skilaboð um hvort þeir gætu eitthvað gert og ég fékk bara þögn á móti„,segir Hildur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila