Hillary sögð íhuga framboð til embættis borgarstjóra í New York

Fregnir herma að Hillary Clinton liggi undir feldi og íhugi þá hugmynd að snúa aftur í stjórnmálin með því að bjóða sig fram til borgarstjóra New York. Þetta kemur fram í Daily Express í dag. Hillary er sögð hafa viðrað þessa hugmynd sína í þröngum hópi náinna vina úr stjórnmálaheiminum og lak einhver þeirra hugmyndinni til fjölmiðla. Fjölmiðlar létu ekki sitt eftir liggja og lét gera könnun um áhuga fólks á því að Hillary kæmi aftur inn á svið stjórnmála með framboðinu en skemmst er frá því að segja að 58% aðspurðra sögðust ekki vilja að Hillary byði sig fram til borgarstjóra. Tim Malloy aðstoðarframkvæmdastjóri kannanna Quinn Háskóla bendir á að íbúar í New York séu lítt hrifnir af Bill De Blasio núverandi borgarstjóra en vilji hann þó umfram aðra kosti, fyrir utan Hillary Clinton sem sé óhugsandi valkostur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila