Hjálmar og Vigdís tókust á um borgarmálin

Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í Reykjavík og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í Reykjavík og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi mættust í síðdegisútvarpinu hjá Pétri Gunnlaugssyni í dag þar sem þau ræddu um ólíka sýn þeirra á borgarmálin og þau mál sem hafa verið til umfjöllunar á vettvangi borgarmálanna í aðdragana kosninganna. Samgöngumálin og sér í lagi borgarlínan var meðal annars til umræðu og sagði Vigdís að borgarlínuverkefnið væri í raun ekki kosningamál þar sem málið væri ekki komið mjög langt í ferlinu. Hjálmar var þessu ekki sammála og sagði undirbúning vegna borgarlínu vera í fullum gangi meðal annars með aðkomu skipulagsyfirvalda í nágrannasveitarfélögum. Þá voru húsnæðismálin einnig til umræðu og greindu Vigdís og Hjálmar frá sjónarmiðum sínum í þeim málaflokki. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila