Hleypti óviðkomandi aðilum inn í upplýsingakerfi sænsku lögreglunnar

Dan Eliasson ríkislögreglustjóri Svíþjóðar.

Komið hefur i ljós að ríkislögreglustjóri Svíþjóðar, Dan Elíasson hafi gefið kandadíska fyrirtækinu CGI aðgang að tölvukerfi sænsku lögreglunnar. Kerfið sem nefnist Palasso inniheldur meðal annars nöfn, nafnnúmer og upplýsingar um laun allra starfandi lögreglumanna Svíþjóðar auk upplýsinga um nánustu fjölskyldu og ættingja. Þá inniheldur geymir kerfið upplýsingar um ferðir lögreglumanna við störf sín. Pia Gruvö yfirmaður tölvuöryggis hjá öryggis- og leyniþjónustu Svíþjóðar MUST segir að málið sé grafalvarlegt og segir málið vera á pari á við nýlegt lekahneyksli sem upp kom í Svíþjóð fyrir nokkrum misserum sem síðar leiddi til uppstokkunar í ríkisstjórn landsins.

Neitar að svara spurningum um málið

Dan Elíasson hefur alfarið neitað að svara spurningum um málið en ljóst þykir að Dan hafi vitað að hann væri að fara á svig við lög þegar hann ákvað að hleypa starfsmönnum fyrirtækisins inn í kerfið. Strangar reglur gilda um upplýsingakerfið en samkvæmt stöðlum varnarmálaráðuneytis Svíþjóðar er alfarið bannað að hleypa óviðkomandi aðilum inn í kerfið auk þess sem allar upplýsingar sem unnið sé með í kerfinu eiga að vera dulkóðaðar. Í ljós hefur komið að starfsmenn fyrirtækisins fóri inn í kerfið í gegnum tölvur sem staðsettar eru í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kanada án þess að nokkur dulkóðun hafi átt sér stað.

Athugasemdir

athugasemdir