Hlutverk Eftirlitsnefndar um störf lögreglu er oft misskilið

Skúli Þór Gunnsteinsson formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu.

Það vill oft á tíðum brenna við að fólk misskilji hlutverk Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu og haldi að nefndin hafi úrskurðar eða valdheimildir, sem sé alrangt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Skúla Þórs Gunnsteinssonar formanns nefndarinnar í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Skúli segir að störf nefndarinnar sé fyrst og fremst að greina þau mál sem til nefndarinnar berist og koma þeim til réttra aðila innan kerfisins „ svo fylgjum við því eftir að málin séu kláruð, og eftir að þau hafa verið kláruð getum við komið aftur að málinu ef ástæða er til og gefið óbindandi álit okkar á niðurstöðunni„,segir Skúli.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila