Hlutverk Þjóðskjalasafnsins samfélagslega mikilvægt

Unnar Rafn Ingvarsson sérfræðingur hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

Þjóðskjalasafn Íslands gegnir mjög mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi þó almenningur geri sér ekki alltaf grein fyrir því mikilvægi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Unnars Rafns Ingvarssonar sérfræðings hjá Þjóðskjalasafni Íslands í dag en hann var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Unnar Rafn bendir á að sem dæmi gegni safnið lykilhlutverki þegar kemur að því að sanna þurfi t,d eignarrétt manna “ þarna eru geymd hin ýmsu afsöl og fleira í slíkum dúr, svo að ef eitthvað þarf að sanna þá geta menn leitað að slíkum skjölum þar, einnig eru skjöl þarna úr dómsmálum, endurskoðun Geirfinnsmálsins væri til dæmis óhugsandi ef safnið væri ekki til staðar„,segir Unnar Rafn.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila