Hollenskt par lést í umferðarslysi á Lyngdalsheiði

Erlendu ferðamennirnir sem létust í umferðarslysi á Lyngdalsheiði í gær var Hollenskt par á þrítugsaldi. Slysið varð með þeim hætti að húsbíll sem parið ók fór yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði framan á flutningabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ekki er vitað hvernig það vildi til að húsbíllinn fór yfir á öfugan vegarhelming. Ökumaður flutningabílsins og farþegi voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en samkvæmt upplýsingum slösuðust þeir aðeins lítillega. lögregla rannsakar tildrög slyssins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila