Hryðjuverkamaður skotinn til bana í París eftir hnífaárás

Hryðjuverkamaður var í morgun skotinn til bana af frönsku lögreglunni eftir að hafa stungið mann til bana og sært tvo aðra í úthverfi Parísar. Að sögn vitna ákallaði maðurinn Allah á meðan hann réðist að gangandi vegfarendum og stakk þá með hníf. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni og að maðurinn hafi verið á þeirra vegum. Lögreglan í París vinnur að rannsókn málsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila