Hryðjuverkamaðurinn sýnir enga iðrun

Hryðjuverkamaðurinn Rakhmat Akilov sem myrti fjóra og slasaði tugi með því að aka flutningabíl á ofsahraða á fólk á Drottningargötu í Stokkhólmi fyrr helgi sýnir enga iðrun gagnvart ódæðinu. Akilov sem var handtekinn af sérsveit sænsku lögreglunnar um helgina sagði við yfirheyrslur í gær að hann sæi ekkert eftir verknaðinum þar sem að hans sögn væri um trúleysingja að ræða. Maðurinn var handtekinn í verslun eftir að starfsfólk tilkynnti um undarlega hegðun hans en við leit á honum fundust meðal annars glerbrot og lambhúshetta.

Athugasemdir

athugasemdir