Hryðjuverkamenn fjármagna sig í gegnum sænska velferðarkerfið

Ný skýrsla sem Fjármálaeftirlitið í Svíþjóð kynnti á dögunum sýnir fram á bótasvik úr sænsku velferðarkerfi af hálfu hryðjuverkamanna. Fram kemur að um sé að ræða 300 manns sem gengið hafa til liðs við hryðjuverkahópa í Sýrlandi og Írak en umræddir einstaklingar bjuggu í Svíþjóð um tíma þar sem þeir sviku út bætur af margvíslegu tagi og fjármögnuðu meðal annars ferðir sínar til Íraks og Sýrlands til þess að taka þátt í starfsemi hryðjuverkasamtaka. Sænski hryðjuverkasérfræðingurinn Magnus Ramstorp segir að fara þurfi ítarlega yfir málin og ræða leiðir til þess að koma í veg fyrir að hryðjuverkamönnum takist að hagnýta sér velferðarkerfi landsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila