Hryðjuverkasérfræðingur segir svía hafa sofnað á verðinum

Hryðjuverkasérfræðingurinn Magnus Ranstorp segir að sænsk yfirvöld hafi sofið á verðinum gagnvart hryðjuverkahættu og viðbrögð og forvarnir komi of seint fram. Magnus bendir á að í dag gangi 3000 öfgamenn lausir í landinu þar af sé talið að um 2000 þeirra séu íslamskir öfgamenn sem hvattir séu áfram af áróðursmönnum og trúboðum heilagastríðsins. Radicalisation Awareness Network hefur gefið út handbók um hvernig sporna ætti við slíkum öfgamönnum enda hafi þeir svipaða áhrifastöðu innan síns hóps og rokkstjörnur og því séu þeir samfélaginu afar hættulegir. Þá segir Magnus að í ljósi þess að þeir gangi lausir sé afar mikilvægt að fylgjast vel með umræddum einstaklingum og mynda við þá tengsl með það að markmiði að tryggja öryggi samfélagsins.

Athugasemdir

athugasemdir