Hugaðir brettakappar og tónlistarmenn leiða saman hesta sína á Akureyri

Eins og sjá má þarf talsvert hugrekki til þess að taka þátt í gámastökkinu.

Næstu helgi fer fram hin árlega snjóbretta og tónlistarhátíðin AK Estreme  á Akureyri en á hátíðinni sem fer stækkandi með hverju árinu sýna snjóbrettakappar listir sínar og tónlistarmenn verða með fjölbreyttar uppákomur. Hápunktur hátíðarinnar verður þegar gámastökk Eimskipa fer fram en óhætt er að segja að að gámastökkið hafi vakið verðskuldaða athygli ár hvert. Tónleikadagskrá hátíðarinnar fer fram bæði í Sjallanum og á Græna hattinum en meðal þeirra sem fram koma eru Gísli Pálmi, Aron Can, Alexander Jarl, Cyber, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Sturla Atlas, Vök, Hatari og Hildur. Selt verður inn á tónlistarviðburði hátíðarinnar en miðasalan fer fram á midi.is.

Athugasemdir

athugasemdir