Húsnæðisskortur veldur fyrirtækjum á landsbyggðinni vandræðum

Dæmi eru um að húsnæðisskortur úti á landsbyggðinni valdi því að starfsmenn fyrirtækja í minni byggðarlögum neyðast til þess að hætta störfum og flytjast búferlum. Í vikunni var haldinn fundur á Akureyri vegum Íbúðalánasjóðs þar sem fjallað var um húsnæðismálin á landsbyggðinni en þar kom fram að á sama tíma og fólksfjölgun eigi sér stað úti á landsbyggðinni eigi lítil sem engin uppbygging á íbúðarhúsnæði sér stað og verði til þess að fólk ákveður að flytja aftur á höfuðborgarsvæðið eða annara byggðarlaga þar sem húsnæðismál séu í betra horfi. Atvinnurekendur úti á landi hafa að undanförnu viðrað þær áhyggjur sínar af því að ástandið kunni að hafa atvinnuhamlandi áhrif með tilheyrandi alvarlegum afleiðingum fyrir smærri byggðarlög úti á landi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila