Húsnæðisvandinn heldur áfram að aukast

Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson.

Engin lausn á húsnæðisvandanum virðist í sjónmáli og vandinn heldur áfram að aukast. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigrúnar Dóru Jónsdóttur og Kjartans Theódórssonar sem þekkja vandann af eigin raun en þau  voru gestir Edithar Alvarsdóttur í síðdegisútvarpinu á föstudag. Eins og kunnugt er hefur kjartan búið í tjaldi þar til í haust þegar Víkurverk afhenti honum hjólhýsi til afnota, og þá hefur Sigrún Dóra einnig búið í hjólhýsi auk íbúðar sem henni var útvegað til mjög skamms tíma. Sigrún gagnrýnir að hér á landi sé húsnæði látið standa autt á meðan einstaklingar búi á götunni, en Sigrúnu var greint frá því af hálfu starfsmanns Íbúðalánasjóðs þegar hún tók við skammtímaleiguhúsnæðinu,  að það hafi staðið autt í nær áratug eða frá árinu 2008 “ það nánast leið yfir mig og það er svo merkilegt hvernig líkaminn bregst við að þegar hann var farinn þá fór ég fram á bað og ældi, og í gegnum höfuðið á mér gekk sú hugsun um allt sem við höfum þurft að ganga í gegnum, ég og mín börn, hvað ætli það séu margir í sömu stöðu og ég?„,spyr Sigrún. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila