Telur að almenn sátt ríki um að Hvalárvirkjun verði að veruleika

Ásgeir Margeirsson stjórnarformaður Vesturverks

Það ríkir almenn sátt um að Hvalárvirkjun verði að veruleika enda verði lítið sem ekkert rask vegna framkvæmda við hana og ummerki um virkjun verður lítt sjáanleg á yfirborðinu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ásgeirs Margeirssonar stjórnarformanns Vesturverks í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Ásgeir segir að virkjunin sjálf verði neðanjarðar og því sé óþarfi að hafa áhyggjur af því að sjónmengun hljótist af og að þær áhyggjur manna að framkvæmdirnar verði til þess að fossar hverfi séu ástæðulausar

það verða einhverjir fossar eitthvað vatnsminni en þeir hverfa ekkert, þetta mun hafa lítil áhrif á þá„,segir Ásgeir.

Þá segir Ásgeir að það sé ljóst að þörf sé á virkjunum og bendir á að á nálægum svæðum sé til dæmis ekki þriggja fasa rafmagn fyrir hendi þar sem orku skortir til þess að koma því á.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila