Hvalir og makríllinn sennilega ein stærsta ástæða þess að loðnan sé horfin

Magnús Þór Hafsteinsson.

Makríllinn sem kemur inn í íslenska landhelgi og stórar hvalavöður í kringum landið eru sennilega ein stærsta ástæða þess að ekki finnist loðna við Ísland. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fiskifræðings og blaðamanns í síðdegisútvarpinu í vikunni en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Eins og kunnugt hefur umfangsmikil loðnuleit að undanförnu lítinn árangur borið og hafa menn mjög miklar áhyggjur af stöðunni. Magnús segir bæði makríl og hval leggjast afar þungt á loðnustofninn “ makríllinn hann étur upp loðnulirfurnar, eða það sem oft er kallað núllgrúppa, og síðan er annar vistfræðilegur þáttur sem er að störfum allan sólarhringinn allt árið um kring, það eru hvalirnir, hnúfubakarnir, þetta eru dýr með heitt blóð og þeir éta gríðarlega mikið, ég hef séð nýlegar ljósmyndir úr hvalatalningu og þær sýna að það er alveg gríðarlega mikið af hval á þessum slóðum, hnúfubakurinn hefur verið friðaður í 55-60 ár og honum hefur fjölgað mjög mikið„,segir Magnús. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila