Hvalveiðar gætu orðið að stóru pólitísku máli

Magnús Þór Hafsteinsson blaðamaður, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður.

Hvalveiðar gætu orðið póitískt hitamál á þingi, enda ekki auðvelt að segja til um hvort þær hafi í raun skaðleg áhrif á orðspor Íslands eins og haldið hefur verið fram. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar blaðamanns, rithöfundar og fyrrverandi þingmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Magnús sem sjálfur hefur starfað við hvalskurð segir að sá hópur sem teljist til hörðustu andstæðinga hvalveiða sé líklega fremur fámennur en nokkuð áberandi. Magnús segir að í raun sé gott að umræðan um þessi mál fari fram og staðreyndir mála séu sett fram svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir í hvalveiðimálum, og að heppilegt gæti verið að almenningur fái að segja sitt álit „ þetta varðar alla þjóðina, ekki bara einn mann, þetta skapar tekjur fyrir alla þjóðina„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila